Einar Kristján Einarsson

í dag er afmælisdagur Einars frænda/föðurbróður (1956-2001). Ég man vel eftir sposkum svipnum á honum þegar hann var að stríða okkur systrum og okkur fannst hann óþolandi. Alltaf með einhverja sérvisku, glamrandi á gítar inni í herbergi og það sem amma dekraði við hann! En þegar árin liðu og við kynntumst honum betur lærðum við fljótt að hann var bæði fyndinn og elskulegur, hlýr og frændrækinn, góður kokkur og snillingur á gítar. Hann lést úr krabbameini, langt fyrir aldur fram. Minningin lifir í huga allra sem þekktu hann.

En meðan árin þreyta hjörtu hinna

sem horfðu á eftir þér í sárum trega

þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,

þitt bjarta vor í hugum vina þinna.

(Tómas Guðmundsson)

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s