Fyrsta hlaupaæfing ársins

Undanfarnir mánuðir hafa einkennst af önnum, þreytu og veikindum. Pabbi hefur verið mjög veikur og verið á spítala síðan á aðfangadag. Sjálf hef ég verið lasin og orkulaus síðan í lok október en nú er komið að því að herða sig upp og láta sér líða vel. Ég hef ætlað lengi að drífa mig en ekki fundist ég nógu hress til þess, full af kvefi og aum alls staðar. En í dag fékk ég nóg, það þýðir ekki að bíða lengur eftir að maður hressist. Fyrsta hlaup ársins var því í dag, með Bíddu aðeins. Samtals fór ég um 7 km, þar af 4 km í hringi  á Breiðabliksvellinum, í myrkri og kulda. En mikið var það hressandi.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s