Úr Annál 19. aldar

(1839) Aðfaranótt hins 18.október ól Guðrún Sveinsdóttir, ógfit vinnukona í Ljótshólum í Húnavatnssýslu, barn úti í fjósi, og gekst húsbóndi hennar, Sveinn Jónsson, við, að hann væri faðir að því. Skýrði hún svo frá atvikum við fæðinguna: Þegar allir í bænum voru háttaðir um kvöldið, tók hún ljettasóttina, fór á fætur, hljóðaði nokkuð, en vakti þó engan; gekk hún svo út í fjós til þess að ala barnið, og að því búnu vafði hún það og fylgjuna í hálsklút sinn, fór með það út í skemmu og lagði það í fatakistu sína og háttaði svo aftur á þess að nokkur í bænum yrði var við, hvað gerst hafði. Meðan á fæðingunni stóð og ef til vill nokkrurn tíma á eftir, sagðist hún hafa legið í öngviti og eigi vitað af sjer, en undireins og hún raknaði við, hefði  hún tekið barnið upp, hreinsað með tungunni alt slím úr munni þess, augum og nefi, en hún hefði ekkert lífsmark með því fundið. Þó fanst henni eins og barnið hreyfði sig snöggvast, þegar hún fyrst tók það upp. Hún skýrði einnig frá að hefði hún fundið lífsmark með því, hefði hún ætlað að láta fatið sitt utan um það, fara með það inn í baðstofu og hjúkra þar að því. Þegar barnið fannst 23 .s.m. skoðaði hjeraðslæknirinn það, og áleit hann að barnið hefði náð þeim aldri, að það  hefði getað lifað eftir fæðinguna, og þótt honum líklegt, að það hefði verið með lífi, þegar það fæddist, en hitt þótti honum ólíklegt, að það hefði orðið fyrir nokkurri misþyrmingu. Guðrún þverneitaði einnig, að hún hefði misþyrmt barninu eða ætlað að fyrirfara lífi þess. Var mál höfðað gegn henni og sá undirrjettardómur uppkveðinn 30. desember, að hún skyldi missa líf sitt og höfuð hennar setjast á stjaka (bls. 130).

Annáll 19. aldar, safnað hefur síra Pjetur Guðmundsson frá Grímsey

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s