Út að hlaupa

Nýju skórnir

Nýju skórnir

Á föstudaginn var Windows 8 sett upp á tölvuna mína. Það þarf tilfæringar til að það geti stutt Garmin og ég er að vinna í því. Svo ég verð að tjá mig hér um æfingarnar þar til úr rætist. Þótt úti virðist kalt ætti maður ekki að láta það stoppa sig í að fara út að skokka. Það þarf bara að klæða sig í mjúkar ullarbuxur og ullarbol innanundir hlaupafötin og hafa góða húfu og vettlinga. Og vera með gott endurskin. Þegar maður hefur hlaupið 10 skref er allur hrollur úr manni, ferska lorftið streymir ofan í lungun, roði færist í kinnar, hjartað styrkist og vöðvarnir vinna. Í dag fór ég 7,35 km á 45 mínútum, s.s. nokkra rólega hringi á Kópavogsvellinum. Er soldið stirð í nára og lærum eftir laugardagshlaupið sem var fulllangt eftir langt hlé svo ég vildi ekki sperra mig neitt. Bara býsna ánægð með þetta. Og  skórnir eru alveg að gera sig, þeir eru hálfu númeri stærri en ég hef áður keypt, gott rúm fyrir tærnar. .

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s