Í gær vaknaði ég snemma eins og undanfarna laugardagsmorgna 2013, þ.e. síðan ég gekk til liðs við hlaupahópinn Bíddu aðeins. Var mætt við Kópavogslaug kl 9 eftir próteinsheik Þorbjargar Hafsteins og væna vítamínskammta og framundan var hlaup dagsins. Síðasta laugardag setti ég persónulegt met, hljóp 14 km, úr Kópavogi yfir í Garðabæ og í kringum Vífilsstaðvatn. Það fannst mér frekar strembið, mishæðótt og brekkur og mótvindur og svo fékk ég blöðru á hægri fót. Nú skipti engum togum að ég hljóp með nokkrum sprækum konum það sem okkur var sett fyrir samtals 17,3 km sem er nýtt persónulegt met í vegalengd. Á hverjum laugardagsmorgni slæ ég orðið mitt eigið met og er harla ánægð. Þetta laugardagshlaup var ekki erfitt, mest á jafnsléttu, gott veður og frábær félagsskapur, öflugar konur sem draga mann áfram, meðalpace 4,25 (er það gott?) og nóg eftir í endasprett. Var móð og másandi, rennsveitt og það lagaði blóð úr tánum á mér en rígmontin og harla glöð með árangurinn, ef þetta gengur svona vel áfram stefni ég á hálfmaraþon í apríl, OMG!
Dugleg ertu
Dugnaðarforkur.