Árni Magnússon

Eigi að lýsa útliti hans, þá var hann með stærstu og hæstu meðalmönnum, holdugur og þrekinn en hafði nettar og smáar hendur. Samsvaraði sér vel í andliti, var jafnleitur, bar með sér persónuleika fyrirmanns, sem er yfir aðra settur. Hann var svartur á hár, skegg og augabrýr, lét krúnuraka hvirfilinn. Var nokkuð langleitur í andliti, fulllur að vöngum, hvítleitur, ekki bleikfölur (…). Augun voru venjuleg og blá, hvorki svört, gul eða grá, og voru líkt og nokkuð kyrrstæð, augnaráðið stillt og óhvikult. Þó var líkt og hann hefði einhver skugga yfir augu og augabrúnum, eitthvað sem gefur í skyn að leyndarmál liggi á hjarta. Nefið var nánast beint og munnurinn venjulegur, að öllu samanlögðu var allt andlitið fullkomið og hver líkamshluti í samræmi við annan. Og svipurinn sýndi stöðuglyndi, alvörugefni og íhygli, það er að segja, andlit hans hæfði og sýndi lærðan og atkvæðamikinn mann. Hann var ekki fljótmæltur, hafði áhersluþunga líkt og hann vildi festa allt sem hann sagði í hug viðmælanda síns. Hann var nokkuð hægur í hreyfingum og augnatilliti en öruggur og einnig hafði hann ákveðið og fast göngulag. Allur líkami hans var gildur, þykkur og karlmannlegur. Að öllu samanlögðu var maðurinn jafn traustur að útliti sem innræti og bar þess sýnilegan vott.

Ævisögur ypparlegra merkismanna eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s