Guðrún Borgfjörð, liðlega tvítug Reykjavíkurmær

Ég hafði stúlkur alls staðar að og hef kennt svo tugum skiptir. Oftast var ég heppin að fá myndarlegar stúlkur, en tiltölulega fáa klaufa. Þær komu á morgnana klukkan tíu og voru til þrjú. Ég tók sex krónur um mánuðinn fyrir stúlkuna. Svo saumaði ég allt hvað af tók seinni part dagsins. Ég hafði talsverða inntekt og gat keypt mér falleg og góð föt, en mikið gekk inn í heimilið. Ég vildi ekki láta móður mína vanta neitt, ef ég mögulega gat hjá því komist. Sú meðvitund að hafa getað stutt að því, að hún gat lifað áhyggjuminna lífi síðari árin, gleður mig svo ósegjanlega.

Á þessum árum kom ég mér upp ljómandi fallegum og vönduðum skautbúningi. Ég saumaði hann á þann hátt, að ég fór eitt sumar á fætur klukkan fmm á hverjum morgni og baldýraði eða skatteraði í samfelluna til klukkan átta. Þá fór ég að sauma eitthvað annað, sem af þurfti að komast. Ég kom af bæði pilsinu og borðunum á treyjuna og þóttist góð. Ég kom mér líka upp reiðtygjum og reiðfötum, en ekki keypti ég mikið af glysvörum eða gullstássi. Enginn skal halda, að ég hafi ekki reynt að vera alls staðar með, ef eitthvað var á seyði til skemmtunar. Jú, ég var svei mér með. Ég var kát og lífsglöð og hafði ákaflega gaman af að dansa, enda var ég á mörgum böllum. Mér þótti líka mjög gaman að hlusta á þingræður. Oft hef ég setið á pöllunum. Stundum var eins gaman að hlusta á athugasemdir, sem þar mátti heyra (99).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s