Stöðuglegur maður

Hann er maður hærri á vöxt en almennir meðalmenn, nokkuð flatvaxinn og herðabreiður, réttvaxinn og vel vaxinn, lítið toginleitur, bláeygður og stöðugeygður, ígrundunarleg og eftirþankasöm, sem oft eru á lærðum mönnum, og rennir augunum nokkuð skarpt. Hátt enni með höfðinglegum svip. Nef nokkuð langt og slétt og í hærra lagi, nokkuð bólugrafið þar sem það er þykkvast framan í, í meðallagi haka og munnur. Stöðuglegur. Hann er maður snjall í máli og skilinorður, drepur tungunni nokkuð upp við góminn, þá hann talar af alvöru sem syngi nokkuð við. Siðsamur í framgöngu og fasi , vasklegur og karlmannlegur. Svarar oft sem með nokkrum eftirþanka. Hlýðir gjarnan á orð annarra, en hefur þó sína þanka fyrir sig, er ei heldur keppinn eður þrætugjarn.

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s