Á tíunda áratugnum reis hið svonefnda Dancing House í Prag (Tančící dům), stundum kallar Fred and Ginger þar sem lögun hússins minnir á það fótafima danspar. Amerískur arkitekt, Frank Gehry, teiknaði húsið og ætlaði það aðallega fyrir menningartengda starfsemi. Núna er þar frekar dauflegt og aldrei dansað; tómar skrifstofur og auðir salir á hverri hæð, en efst er rándýr veitingastaður og lítill bar, þaðan er útgengt á þakið sem er skreytt með nýstárlegri kórónu. Myndin er tekin þar.