Listakonan í fjörunni

screen-shot-2016-12-18-at-14-33-29

ÚTÞRÁ er höggmynd og útilistaverk úr bronsi Elísabetu Geirmundsdóttur (1915-1959). Í gær var verkið afhjúpað við tjörnina í Innbænum, gegnt Minjasafninu á Akureyri. Verkið er eftirgerð og stækkun af Útþrá sem varðveitt er á Minjasafninu en afkomendur Elísabetar færðu safninu listaverksafn Elísabetar að gjöf á hundrað ára afmæli listakonunnar.

Elísabet var fædd í Geirshúsi, Aðalstræti 36 á Akureyri, 16. febrúar 1915, og þar í fjörunni bjó hún og starfaði. Ung giftist hún Ágústi Ásgrímssyni, og áttu þau þrjú börn.  Saman reistu þau húsið í Aðalstræti 70 eftir teikningu hennar. Garðurinn umhverfis er prýddur ýmsum myndverkum eftir hana. Milli húsverka, barneigna og margs konar anna sinnti hún list sinni af  ótrúlegum krafti og hugmyndaauðgi. Það er ein og hana hafi grunað að hún hefði skamman tíma, hún lést 9. apríl 1959, aðeins 44 ára að aldri.

Elísabet var hún ótrúlega fjölhæf í listsköpun sinni. Hún gerði listaverk úr hverju því efni sem henni barst í hendur, sumum forgengilegum eins og snjó, öðrum eilífum eins og orðum og höggmyndum. Kunnust varð hún fyrir myndverk sín en hún var einnig ágætt skáld og lipur lagasmiður.

Um Elísabetu og verk hennar er bókin Listakonan í fjörunni sem kom út 1989 undir ritstjórn Eddu Eiríksdóttur. Árið 2015 voru 100 ár liðin frá fæðingu Elísabetar. Á þessum tímamótum færðu Ásgrímur og Iðunn Ágústsbörn Minjasafninu á Akureyri listaverkasafn móður sinnar til eignar og varðveislu. Í tilefni af þessari góðu gjöf hefur Minjasafnið útbúið rými á efstu hæð safnsins svo sýna megi hluta af verkum Elísabetar. Á afmælisárinu var einnig haldin vegleg yfirlitssýning á verkum Listakonunnar í Fjörunni í Listasafninu á Akureyri.

Það er barnabarn og nafna listakonunnar, Elísabet Ásgrímsdóttir, sem hefur borið hitann og þungann af undirbúningi að eftirgerðinni af Útþrá. Verkið mun standa á grasflötinni við Minjasafnstjörnina, rétt hjá heimili listakonunnar. Þetta er sannarlega fallegur og tímabær virðingarvottur við íslenska listakonu.  Án aðkomu niðja Elísabetar lægju listaverk hennar undir skemmdum eða yrðu gleymskunni að bráð. Það er ekki vanþörf á að halda framlagi íslenskra listakvenna á lofti.

15577753_610013529190251_1803806351_n

Frumgerðin af Útþrá eftir Elísabetu Geirmundsdóttur (ljósm. Ásgrímur Ágústsson)

Birt í Kvennablaðinu, 18. des. 2016

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s