Leiði Kára löngu týnt

Breiðármörk hefur bær heitið, og bygð fyrir 14 árum; var hálf konungs eign, en hálf bænda eign, öll 6 hdr. að dýrleika. Hún er nú af fyrir jökli, vatni og grjóti; sést þó til tópta. Þar hafði verið bænhús, og sá þar til tóptarinnar fyrir fáum árum, og garðsins í kring. Þar lá milli dyraveggjanna í bænhústóptinni stór hella, hálf þriðja alin á leingd, en á breidd undir 2 álnir, víðast vel þverhandar þykk, hvítgrá að lit, sem kölluð var Kárahella, og þar liggur á leiði Kára Sölmundarsonar, hverja hann hafði sjálfur fyrir dauða sinn heim borið, til hverrar nú ekki sést. Þó kunna menn að sýna, hvar hún er undir.

(Njála segir skýlaust, að Kári og Hildigunnur hafi fluttzt að Breiðá hér um bil 1017, og búið þar „fyrst“.)

Úr skrá Ísleifs sýslumanns Einarssonar um eyddar jarðir í Öræfum. Blanda I, Reykjavík 1918-20.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s