Náði mynd af Kim Leine þar sem hann las upp í Eymundsson í Austurstræti regnblautan miðvikudag. Leine fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Spámennina í Botnleysufirði og eftir upplesturinn fór hann að hitta kollega sinn, Einar Má Guðmundsson, á kaffihúsi. Kalak er sjálfsævisaga, þar sem lýst er uppvexti Kims í Kaupmannahöfn þar sem hann býr við kynferðisofbeldi og vanrækslu af hendi föður síns og leiðist út í alls konar rugl, flytur til Grænlands og gengur þrusuvel að aðlagast lífinu þar en Kalak þýðir eiginlega „gegnheill Grænlendingur“; nafn sem söguhetjan fékk sér til háðungar þar í landi. Frábær bók.