
Kristín Ómarsdóttir, mynd: http://www.ralphmag.org/GW/reindeer-woods.html
Er að böggla saman ritdómi fyrir rúv um ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur, Kóngulær í sýningarglugga. Þetta er kvöld númer þrjú sem ég sit við að skrifa, helaum í öxlinni og að auki hrollkalt þar sem ofnarnir eru í ólagi í húsinu. Mig vantar bara berkla og óendurgoldna ást til að uppfylla staðalmyndina. Það er nógur efniviður í amk 20 síðna ritgerð um Kóngulærnar. Er stórhrifin af þessu til dæmis:
hönd hvílir á diski
glös standa vörð við sorgardúk
einnig logarnir sem með hraði eldast, gestirnir kveðja
höndin á diskinum minnir bölsýnan á lambalegg
höndin á diskinum minnir bölsýnina á lambalegg
svo fagurt snerti hún snitturnar – bleiku kökurnar
svo fagurt snerti hún snitturnar – bleikar kökur
sósan teiknar varir á dúkinn
ég gaf hönd mína fyrir málsverð
hugsar skuggavera klædd döprum fötum
kápufóðrið: grátmúrinn
hve langa stund það tekur því að kveðja
hugsar fylgdarkonan og stingur augunum í vasann, brýtur saman eyrun
notar varirnar í kossa á mjúkar kinnar úr hörðnuðu regni
skuggarnir, eins og farartækin úti, sameinast regninu
ekki skilja mig eftir
hvíslar höndin væri hún ekki stödd hér heldur í ljóði
(45)