Var að blaða í tímaritinu Melkorku, tímariti kvenna, frá 1959. Afi minn, Einar Kristjánsson, fjallar þar um Jakobínu Sigurðardóttir á fundi hjá Menningar- og friðarsamtökum kvenna á Akureyri og segir m.a. :
„Hennar þáttur í baráttu fólksins gegn hernaðarviðurstyggðinni, hefur verið henni til mikillar sæmdar og íslenzkar konur mega vera stoltar af því að eiga hana í sínum hópi.“
Kafli úr erindi afa birtist í Melkorku, sjá tímarit.is