Án ártals

10. janúar

Sæl – og gleðilegt nýár.

Nú leita ég til þín. Mig langar til að kaupa dálítinn hlut: Mér varð á það óhapp að brjóta könnu fyrir vinkonu minni, og í laumi ætla ég að reyna að bæta henni hana. Hún var nefnilega samstæð glösum, og var þetta á sínum tíma silfurbrúðkaupsgjöf. Líklega er ekki hægt að fá alveg sömu gerð. En slétta glerkönnu með einhvernveginn gylltu skrauti er sennilega hægt að grafa upp. Hún mun hafa tekið 1 lítra.

Mundir þú vilja kynna þér þetta, skrifa mér um málið – eða bara kaupa hana og geyma? Viltu líka lána mér, svo að ég þurfi ekki að vera að bisa með ábyrgðarbréf eftir ýmsum krókaleiðum u m sveitina.

Ég veit þetta er leitt kvabb. En ég skal fara í einhverja snattferð fyrir þig í staðinn seinna. Takist þetta, verður umrædd kanna sótt til þín einhvern tímann seinna af vandamönnum þessa borðbúnaðar, búsettum í Reykjavík.

Bið að heilsa Stínu og Gísla.

Í Guðs friði.

Ossa.

Þetta málefni má ekki ræða í landsímann. Það heyrist um alla sveit.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s