Fjórir múrarar mættir til að fræsa rendur í gólfið fyrir hitalagnir og loka gatinu þar sem ruslalúgan var. Ég hef bent á að hlífa þurfi parketinu þar sem það mætir flísunum og í stiganum og að skafa þurfi skít og skán af veggnum við lúguna en fengið svörin „Það þarf ekki!“ Var frekar pirruð þangað til að mér var bent á að ef ég vildi gera þetta gæti ég gert það sjálf. Sem er góður punktur.
Þessi ofn verður fjarlægður enda aldrei almennilega heitur hvort sem er.
Hér sést gólfhitinn með floti út á og verkstjórinn ásamt litaprufunum tveimur. Múrararnir mættu um hálf ellefu og klukkan fimm var allt búið. Röskir menn.
Hahaha….kannast við þetta, og að fá múrara inn getur kostað mikil þrif…myndi setja pappa á parketið .-) og stigann..