11. apríl
Málari mætir árla og gengur hratt undan honum. Búinn að mála niður stigann og vegginn með stóra málverkinu eftir hinn kunna listmann, Eirík Arnar. Við munum hengja það listaverk upp á morgun, páskadag, ásamt því að þrífa gólf og gera glugga tilbúna fyrir lökkun. Stofan verður tilbúin löngu á undan eldhúsinu því rafvirkinn er ekki til taks fyrr en á þriðjudag sem tefur alla vinnuna við loftið…
Ég sat við fræðistörf fram að hádegi, tók þá fram mitt glæsta reiðhjól og þeysti inn í Hafnarfjörð og til baka. Erfitt en hressandi. Svo ritstörf til kl 17. Veðrið var svo gott að nú eru garðhúsgögnin komin út á pall og sumarið má koma.
dugleg ertu ❤