Dagur 10

Annar í páskum

Málari mættur. Allur dagurinn fór í að pússa, skera rönd meðfram loftplötum í stofu eftir subb sem síðasti málari skildi eftir sig…, grunna, blettaspartla og búa gluggana undir málningu. Á morgun verða ofnar sprautaðir og stóri nýspartlaði fyrrum hraunaði veggurinn málaður. Von er á rafvirkja og pípara, spennandi að sjá hvort það stenst.

Á myndunum sést langi veggurinn sem áður var hrufóttur og sprunginn en er nú sléttur eins og vatnsflötur í logni, eldhúsið nýblettað og grunnað og svo kokkaði verkstjórinn lax í gær í flóttamannabúðunum og þá var auðvitað tekin mynd.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s