Dagur 11-15

20. apríl

Dagarnir hafa runnið saman í eitt, mest hefur farið í bið eftir iðnaðarmönnum. Það sem þó er búið að gerast undanfarna daga er að stofuveggurinn fyrrum hraunaði er orðinn rennisléttur og nýmálaður og kemur mjög vel út (mynd síðar). Ofnarnir hafa verið sprautaðir og eru svo fallegir, þetta eru gamlir pottofnar með sál og sjarma sem lifnar nú við. Verkstjórinn er  búinn að semja við málarann um að lakka gluggana í stofu og eldhúsi líka enda hentugt að dunda við milli þess sem spartlið í nýja niðurtekna loftinu í eldhúsinu  (sem tók tvo menn heilan dag að setja upp) þornar.  Svo verkefnið vex og dafnar og líklega fer það fram úr fjárlögum sem var kannski það eina sem var öruggt í þessu ferli. Rafvirkinn kom þegar loftið var tilbúið og tengdi fyrir öllum fínu ljósunum. Eldhúsið fékk líka eina umferð af smarta Sæjulitnum. Loksins fengum við pípara í eldhúsið sem hefur nú hleypt yl á flottu gráu steinflísarnar 60×60 svo ráðskonan þarf ekki lengur að verða köld upp að hnjám þegar hún tiplar fram á morgnana, sýður grautinn sinn og situr við að lesa blöð eða hlusta á rás eitt á náttsloppnum.

Ráðskonan hefur slegið um sig í bráðabirgðaeldhúsinu með m.a. túnfiskpasta, indversku dahl, vegan hamborgurum, amerískum pönnukökum með berjum og súkkulaði, fersku salati með spínati ofl, falafel, grænmetissúpu, brokkólibuffum og laxi en í kvöld var bara snarl og egg enda takmörk fyrir því hvað ein kona nennir að elda á tveimur hellum og vaska allt upp í höndunum.

Hér má sjá sléttan vegginn (set betri mynd síðar), grindina í eldhúsloftinu áður en gipsplöturnar voru settar á, rörin upp úr gólfinu sem biðu píparans, flísalögn sem er langt komin en þurfti að bíða eftir píparanum og loks fína hólfið þar sem stillingin verður fyrir gólfhitann. Liturinn á veggjunum virðist vera grár á daginn en brúnn á kvöldin. Dásemd!

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s