Innrétting er komin á sinn stað og efri skápar líka. Búið er að kaupa spanhelluborð, vask og krana en pípari hefur ekki sést í viku þrátt fyrir gefin heit. Borðplata er fundin en efnið ekki til, kemur til landsins í síðasta lagi í ágúst. Svo bráðabirgðaplata verður sett upp.
Hlífðarplastið ennþá á en lítur samt stórkostlega vel út. Og flísarnar sjóðheitar, bókstaflega.
Ljósahönnun Sæju er til fyrirmyndar og mikið fyrir henni haft. Ledborðinn undir efri skápunum gerir gæfumuninn.
Uppþvottavél er fjarlægur draumur.
Þessi er ekkert nema þolinmæðin og þrautseigjan fyrir utan hvað hann er sætur.
Eldunaraðstaðan…
Ýmislegt góss sem fer upp í skápana á næstu mynd.
Og svona í restina: Lampi sem mig langar doldið í …
Þetta verður svo flott og kósy með leddinu og nýju loftlýsinmgunni, og kauptu þennan lampa, hann er geggjaður!!!