Spegill, spegill

Ég er byrjuð að raða örlítið í skápana, aðallega öllum þeim hundruðum glasa sem mér hafa áskotnast í gegnum árin. Þarf kona að eiga fleiri en 12 glös, mér er spurn? Sex hafa dugað síðustu tvo mánuði. Blómavasar fylla líka eina hillu, eru notaðir kannski fimm sinnum á ári. Hér er verk að vinna við að útrýma.

Nú er beðið með óþreyju eftir að uppþvottavélin komi til landsins. Áætluð lending er í næstu viku, fyrstu viku júní. Ísskápurinn kemur seinna. Góðar fréttir bárust af borðplötu, hún er væntanleg með skipi í lok júní.

Pípari kom loksins og græjaði tengingu fyrir uppþvottavélina og í leiðinni ákvað verkstjóri að færa lagnir og krana í bílskúrnum og ætlar líka að kaupa varmaskipti fyrir neysluvatnið í húsinu.

Sjónvarpið sem var búið að koma sér þægilega fyrir í svefnherberginu hefur verið fært aftur inn í stofu. Ekki nándar nærri eins kósi að sofna fyrir framan það núna eins og var meðan kúrt var undir sæng. Stofan er að verða sæmilega fín, myndir á eftir að hengja upp, svo og ljós og nýjan spegil (sem er risastór…). Hér gerast góðir hlutir hægt.

101171783_670400890359624_8390170328713658368_n

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s