Besti vinur mannsins

20. júní, fjórum mánuðum eftir að framkvæmdir hófust…

Uppþvottavélin kom loksins til lands þrátt fyrir gjaldeyrishöft, brælu og covid. Vænkaðist hagur okkar verulega við það og óhætt að segja að hún sé besti vinur mannsins. Þó þýðir það að sumt er þvegið í vaskinum í þvottahúsinu og hitt fer í vélina og vatnsglas þarf að sækja á baðið. Svo er ég byrjuð að raða í skúffur og skápa í innréttingunni og þá kemur oft upp sú staða að potturinn er í eldhúsinu, hafragrjónin í Inguherbergi og vatnið á baðinu. Og þegar ég sest með grautinn minn og lýsið er skeiðin í skúffu í eldhúsinu. En borðplatan sem allt veltur á er væntanleg 29. júní svo brátt tekur þetta böl nú enda.

Ofninn nýi frá AEG/Ormsson rokkar þvílíkt! Hann verður heitur á örskotsstundu og hitar allt jafnt og vel. Hef bakað pizzur og eina köku í honum og hún lukkaðist stórvel. Mitt landsfræga lasagna lukkaðist sömuleiðis frábærlega. Hér hafa sko verið haldin fámenn en fjörleg matar- og kaffiboð þrátt fyrir frumstæð skilyrði. Ofninum fylgdu leiðbeiningar á 12 tungumálum en engar á ensku. Einn bæklingur var á dönsku en allar stillingar á ofninum eru á ensku. Svo það er bara húsmóðurhjartað sem finnur hvernig er best að gera þetta, ég hef enga þolinmæði í að horfa á skýringarmyndbönd á youtube, það læt ég Binna mínum eftir.

Veggljós í eldhús bíður uppsetningar, loftljós keypti ég af Sæju arkitekt, sem hefur tekið að sér að hanna forstofu og þvottahús í haust… svo ekki erum við af baki dottin.

104825107_578417459529312_5350763945910437944_n Þetta lítur mjög vel út þótt ég segi sjálf frá, sérstaklega þegar límmiðarnir verða teknir af

105035813_1750414355100944_6896248355722524026_n

Sandblástursfilmuna plokkaði ég af með blóði, svita og tárum. Hún hefur verið á síðan 2005 og búin að þjóna sínu hlutverki

105567606_258514242091853_948716604138698284_n

Uppþvottavélin bjargaði málunum

104667985_2623990197851790_8950669417952406348_nSúkkulaðikakan góða úr nýja ofninum

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s