Um vinnubrögð

Þann 28. júní kom borðplatan inn í nýja eldhúsið. Langþráð og ægilega lekker. Rafvirki brást fljótt við og tengdi helluborðið svo nú er hægt að matbúa í þessu fáránlega flotta eldhúsi. Einnig tengdi hann eldhúsljósið flotta yfir tilvonandi eldhúsborði. Hann þarf að koma amk einu sinni enn til að taka upp tengingu sem hann setti í ledborða undir skápunum, hann notað bara einn spennubreyti þótt þeir væru þrír í pakkningunni… Og ljósin blikka. Hann fær þá nokkra tíma á reikninginn í viðbót… Enn er líka eftir að ganga frá ledborða, aðfellu og lýsingu upp við loftið… Á síðasta augnabliki tókst Brynjari að láta hann snúa innstungunum langs, en ekki þvers eins og hann hafði teiknað fyrir og hefði verið  glatað..  sjá mynd. Borðplötusmiðunum tókst einhvern veginn að reka sig í og rispa nýmálaðan vegginn í eldshúsinu (þeir létu engan vita) þegar þeir settu plötuna á, sjá mynd. Og yfirsmiður sagaði ótrúlega illa út fyrir álprófíl… sjá mynd. Dæs!

Ég ráðlegg öllum sem ætla í framkvæmdir amk eftirfarandi:

  • Vera búinn að gera allt sem hægt er að gera sjálfur áður en iðnaðarmenn koma (rífa, brjóta niður, færa til stóra hluti, breiða yfir, forða því sem þolir ekki hnjask)
  • Fylgjast vel verkinu, helst standa yfir mönnunum
  • Semja um kaup og kjör fyrirfram
  • Biðja iðnaðarmenn að nota ferðina, ekki koma oft í sama verkefnið (jafnvel bjóðast til að skutlast sjálfur eftir því sem vantar, miklu ódýrara)
  • Prútta og tilgreina skýrt að enginn annar kostnaður verði greiddur (akstur, matur, kaffi…)
  • Ef vörur eru keyptar fyrir þig, fáðu þá reikninginn (frumrit) en ekki bara e-a tölu frá iðnaðarmanninum
  • Vera liðlegur en ákveðinn, hringja ef iðnaðarmaður kemur ekki á tilsettum degi (tíma)
  • Kvarta og láta laga ef vinnubrögð eru ekki ásættanleg
  • Ekki borga fyrr en verki er lokið

106285357_2366511070311624_3292370593489274331_n

Meikar sens að snúa innstungunum langs og hafa þær inni í horninu en ekki þvers í miðjunni eins og rafvirkinn ætlaði

106497565_2590310361233287_3494252453212689239_n

Þetta er við uppþvottavélina og blasir alltaf við þegar hún er opnuð

106579888_3101548536600690_3148916945455166006_nÞessi rispa eftir  borðplötumennina er 45 cm löng

3 athugasemdir

  1. ja hérna hér, þetta við uppþvottavélina verður að laga, þegar melaníið er ekki þá bólgnar þetta upp og verður mega ljótt af gufunni sem kemur þegar þú opnar uppþvottavélina. Sammála þér með innstungurnar! ..áttu málninguna þannig að þið getið lagað rispuna? En þetta er mega flott eldhús!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s