Tónlist

Slagarar sem kveikja í gömlu

Ástarleikur


Þá er Carlos gamli ekki síðri plokkari en Chris. Hann lyftir þessi lagi í æðra veldi, án hans væri það bara gutl. Hann fær samt ekki að vera í útvarpsþætti að þessu sinni. Á sumarvegi er alltaf kl. 1300 alla virka daga í júli, útsending á mínum þætti: 17. júlí, ég er búin að hlusta á þáttinn og veit ekkert hvaða nefmælta stamandi kona er að fimbulfamba þetta um gamlar ferðasögur, frekar þvoglumælt…

Sissel Kirkebo heillar mig

Mér finnst svo hátíðlegt á jólum að horfa/hlusta á tónleika og messur. Í gær naut ég þess að Sissel Kirkebo söng nokkur jólalög með norskum mormónakór (eru mormónar virkilega svona margir í Noregi? Hvað er málið?). Þegar hún syngur þarf hún ekkert að rembast eða þenja sig, silkimjúk röddin streymir fram algjörlega áreynslulaust að því er virðist og hún brosir sínu blíðasta á háu tónunum. Ótrúlega falleg og góð söngkona.

Alveg frábær