Ég sakna stundum míns fyrra starfs sem kennari en það líður hjá þegar ég hugsa til ritgerðasmíða nemenda. Ég rakst um daginn á nokkur gullkorn úr ritgerðum fyrrum nemenda minna:
…meðan faðir hennar liggur rænulaus í gröfinni
Höfundur talar í þriðju persónu eins og myndavél
Þá festist hann milli steins og sleggju
Danir sviku Íslendinga með mauróttu mjöli
Svo fór hann á eigin fótum í skóla á Bessastöðum
Þegar Salka Valka og Sigurlína komu til Óseyrar voru allar eigur þeirra í einum plastpoka