útivist

Viðra sig

Ekki hefur beinlínis viðrað til að viðra hundinn. Laugardagurinn var þó bjartur og fagur og við drifum okkur í Heiðmörkina, útivistarparadís innan seilingar. Arwen er samt ekki mikill snjóhundur og verður fljótt kalt. Held ég verði að prjóna á hana peysu eða kaupa kápu handa henni…