doberman

Tíkin Arwen

Það er orðið langt síðan ég hef sett hér inn mynd af tíkinni minni fögru, Arwen. Hún er kát og kelin, ráðsett og geðgóð, trygg og ástúðleg. Hún setur skemmtilegan brag á heimilislífið og er elskuð af öllum sem umgangast hana (flestum). Vegna fegurðar hennar og eðlislægrar geðprýði eru henni fyrirgefnar allar syndir, s.s. tímabundið hárlos og túrdropar, rispur í parketi og hurðum, stundaróhlýðni í hita leiksins, gelt og væl og sníkjur. Hundar kennar manni að lifa í núinu, að elska án skilyrða og hafa ekki áhyggjur af hlutum og drasli.

Heimasíða Arwenar sem fyrrum eigandi hennar gerði 2004

Viðra sig

Ekki hefur beinlínis viðrað til að viðra hundinn. Laugardagurinn var þó bjartur og fagur og við drifum okkur í Heiðmörkina, útivistarparadís innan seilingar. Arwen er samt ekki mikill snjóhundur og verður fljótt kalt. Held ég verði að prjóna á hana peysu eða kaupa kápu handa henni…