Í dag var skrönglast áleiðis upp Esjuna. Veðrið í suðurhlíðum Kópavogs var mun betra en í Esjuhlíðum, þar var hörkuvindur og örlítil hríð en við vorum ágætlega búin. Við fórum eins langt og við nenntum, ég lít á svona ferð sem samveru, heilsubót og útsýnistúr en Brynjar setur ljósmyndun og aflraunir í fyrsta sæti. Bæði fengum við fyrir okkar snúð. Arwen fannst ekki sérlega gaman að vera í bandi en naut sín svo í botn á niðurleiðinni þegar hún fékk að hlaupa frjáls en þá fórum við útaf stígnum og inn í þennan gullfallega lerkiskóg sem sést á myndinni.
Þessi mynd gæti alveg heitið Rauðhetta og úlfurinn.
Ljósmyndagaldrarnir í þessum myndum eru þvílíkir að maður ímyndar sér alltaf, já, ævintýraheim.
..eða Fríða og dýrið…… hah ahahhahaha