Óttar Einarsson sjötugur

Bókin hans pabba

Pabbi minn heittelskaður er sjötugur í dag og hélt glæsilega veislu í Haukaheimilinu í gærkvöldi. Atli  á Jarðbrú (í hinum ægifagra Svarfaðardal þar sem pabbi  var skólastjóri á Húsabakka til ársins 1972) sendi okkur myndir sem hann tók og lýsti þessu öllu saman á flickr-síðu sinni. Margir lögðu hönd á plóg til að gera veisluna sem best úr garði og kunnum við systur þeim öllum bestu þakkir.  Ræður og skemmtiatriði frá gestum voru á heimsmælikvarða, maturinn frábær og stemningin afar góð. Margir komu um langan veg til að heiðra afmælisbarnið og afar gleðilegt var að amma mætti og var eins og drottning, 93 ára. Í tilefni afmælisins gaf hann út bók með vísum eftir sig sem gestum gafst kostur á að kaupa á vægu verði en hann frábað sér allar afmælisgjafir.

12 athugasemdir

  1. Hjartanlegar hamingjuóskir með pabba þinn. Berðu honum kveðju mína.
    Er hægt að fá keypta bók? Áritaða?

Skildu eftir svar við steinunninga Hætta við svar