Frænkur

Prúðbúnar Buddur, hver annarri fegurri og skemmtilegri. Við erum 13 á myndinni, tvær frænkur vantar. Við erum afkomendur fimm systkina frá Þórshöfn á Langanesi, þeirra Skúla, Diddu, Óla, Jónu, og Lillu, og höfum alla tíð haft samgang okkar á milli. Við erum bestu frænkur og vinkonur sem hittumst af og til í heimahúsum og höldum svo veglega árshátíð saman ásamt bæði gömlu Buddunum og nokkrum heiðursbuddum. Þetta er óendanlega dýrmæt vinátta og frændsemi sem við ræktum af alúð ævina á enda.

6 athugasemdir

  1. Ég segi nú eins og svili minn einn nefni engin nöfn en bæti við fleirtölu fínar kellingarnar! Eða var það kannski fyllingin sem var fín? man það ekki.

Skildu eftir svar við Þura syst Hætta við svar