Snjókarlinn í Sevilla

Um síðustu helgi var ég í Sevilla á Spáni með Brynjari og vinnufélögum hans. Yndisleg borg í Andalúsíu, þröngar götur, frábærir veitingastaðir, sangria og nautaat, sítrónur og appelsínur á trjánum, ólívur, tapas og sól, bara snilld.  Vorum á mjög vel staðsettu og fínu hóteli, Hotel Zenit. Hápunktur ferðarinnar var heimsókn í ólífuverksmiðju Figaro í þorpinu Ozuna og olíuframleiðslu fjölskyldufyrirtækisins 1881. Ég sem ætlaði varla að nenna í þá reisu en svo var þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt. Ég lærði t.d. að  svartar ólífur vaxa ekki á trjánum. Mestmegnid var lífinu svo tekið rólega. Keypti mér Snjókarlinn efitr Jo Nesbö í fríhöfninni og gat varla lagt hana frá mér alla ferðina. Lauk við hana í vélinni á leiðinni heim og  hefði viljað lesa meira. Hrikalega spennandi, Nesbö kann alveg að halda manni við efnið. Las hana m.a.s. í heillangri biðröðinni fyrir utan kastalann Reales Alcázares í steikjandi sól. Kastalinn sem er að grunni til frá 11. öld er mögnuð blanda arabískrar og kristinnar hönnunar og hvert herbergi þrungið sögu. Þar dvelja konungshjónin ávallt þegar þau koma til Sevilla. Litum líka á Pavillion spænsku konungsættarinnar um aldir, en þangað hefur örugglega verið ágætt að skreppa þegar hirðlífið var orðið þreytandi.  Einnig skoðuðum við risavaxna dómkirkjuna og príluðum upp í turninn til að virða fyrir okkur útsýnið yfir alla borgina. Veðrið var yndislegt, 25-27 stiga hiti og við gömlu sátum í forsælunni.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s