Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþonið, 10 km,  er mjög skemmtilegt hlaup og á heimsmælikvarða. Að hlaupi loknu spjallaði ég við franska konu sem kom hingað um langan veg gagngert til að taka sjálf þátt í 10 km og fara svo með börnin sín í Latabæjarhlaup. Hún hrósaði þessu öllu í hástert. Í hlaupinu ríkti almenn gleði og bros á flestum andlitum. Hlaupið er mjög vel skipulagt, hvatningin frábær og hlaupaleiðin skemmtileg. Undirbúningur minn vikuna fyrir fólst aðallega í að skokka í 60 mínútur á þriðjudeginum, fara rólega 4 km á fimmtudaginn, skólpa úr hlaupagallanum, klippa táneglurnar og nudda fætur með góðu kremi, sofa vel og hvílast og borða létt og hollt dagana fyrir hlaupið. Ég bægði markvisst frá mér stressi, leti, úrtölum og niðurrifshugsunum sem leituðu á. Um morguninn vaknaði ég snemma, borðaði minn hafragraut með eplum og hörfræolíu eins og venjulega en sleppti sveskjunum og sötraði powerrade með. Tók svo eina rippedfuel töflu og var til í slaginn. Tilfinningin að hlaupi loknu var góð, ég hafði reynt almennilega á mig, var ómeidd og endurnærð og afar stolt af sjálfri mér að hafa náð takmarkinu sem ég setti mér. Ég mæti aftur á næsta ári með nýtt markmið.

2 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s