Reykjavíkurmaraþon

Hálfmaraþon

10184_1408561496Mér tókst að ljúka hálfmaraþoni í RM í sumar. Ég var búin að strengja þess heit að gera þetta á árinu 2014 en var soldið hikandi, mér fannst undirbúningur minn ekki nógu góður. Ég hafði hlaupið mest 19 km og það var í apríl! En æft nokkuð stöðugt í sumar, stuttar vegalengdir, 5-8 km, 2-3 í viku.  En félagar mínir í hlaupahópnum höfðu mikla trú á að ég gæti þetta og ég lét spana mig. Síðustu dagana fyrir hlaupið var ég ótrúlega „peppuð“, fór 11, 13 og 15 km og hlakkaði til hlaupsins. Í 10 km hlaupinu í fyrra var ég ekki svona kát, þá var tímapressa á mér, en nú vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í og var hin glaðasta. Stutta útgáfan er sú að eftir 5 km fékk ég krampa í kálfann sem varði allt hlaupið svo segja má að ég hafi farið þetta á einni löpp! En þetta var æðislegt! Tíminn 2,10 og ég er alsæl með árangurinn. Næst er það hlaup í útlöndum, ekki spurning!

RM 2013

10 km hlaupið að baki og tíminn liggur fyrir. Fór á 60 mín (flögutími) svo til sléttum og er frekar svekkt með það. Gerði þau mistök að fara of aftarlega í röðina, stillti mér upp í 60-65 en hefði átt að vera framar. Þvagan þokaðist af stað og dýrmætar mínútur fóru til spillis. Pace-ið var 5,5 mestallan tímann og ég var í góðum gír, hefði átt að fara þetta á 57 allavega. Gengur betur næst! Veðrið var gott, allir glaðir og hvetjandi, Odda í markinu eins og í fyrra og toppurinn á deginum var að Gunna systir og Jóhanna Sigrún voru komnar niður í bæ og fögnuðu mér að hlaupi loknu!
FcertA4.tmpl-1

Reykjavíkurmaraþon

Reykjavíkurmaraþonið, 10 km,  er mjög skemmtilegt hlaup og á heimsmælikvarða. Að hlaupi loknu spjallaði ég við franska konu sem kom hingað um langan veg gagngert til að taka sjálf þátt í 10 km og fara svo með börnin sín í Latabæjarhlaup. Hún hrósaði þessu öllu í hástert. Í hlaupinu ríkti almenn gleði og bros á flestum andlitum. Hlaupið er mjög vel skipulagt, hvatningin frábær og hlaupaleiðin skemmtileg. Undirbúningur minn vikuna fyrir fólst aðallega í að skokka í 60 mínútur á þriðjudeginum, fara rólega 4 km á fimmtudaginn, skólpa úr hlaupagallanum, klippa táneglurnar og nudda fætur með góðu kremi, sofa vel og hvílast og borða létt og hollt dagana fyrir hlaupið. Ég bægði markvisst frá mér stressi, leti, úrtölum og niðurrifshugsunum sem leituðu á. Um morguninn vaknaði ég snemma, borðaði minn hafragraut með eplum og hörfræolíu eins og venjulega en sleppti sveskjunum og sötraði powerrade með. Tók svo eina rippedfuel töflu og var til í slaginn. Tilfinningin að hlaupi loknu var góð, ég hafði reynt almennilega á mig, var ómeidd og endurnærð og afar stolt af sjálfri mér að hafa náð takmarkinu sem ég setti mér. Ég mæti aftur á næsta ári með nýtt markmið.