Fyrir Lísu

Fyrir Lísu„Gott ætti sá sem væri með abstrakt sál. Mín er meira konkret og hún er svo illa lömuð greyið að hún er afskaplega mikið fyrir. Ég er alltaf að detta um hana. Svo reyni ég að standa upp. Mér gengur best þegar ég er kyrr. Í gröfinni verð ég mest kyrr. Og þá verður loksins búið að jarða afturgönguna í mér.“ (129-130)

Segir Lísa sem ásamt litla bróður var misnotuð af föður sínum um árabil. Martin Montag álpaðist í bílskúrinn til pabba hennar þegar hann var 8 ára saklaus drengur og er síðan stórskemmdur á sálinni. Hvort í sínu lagi reyna þau Lísa að tjasla saman brotunum og lifa eðlilegu lífi og taka til sinna ráða þegar leiðir þeirra liggja saman. Bók Steinunnar Sigurðardóttur, framhaldið af Jójó, Fyrir Lísu, er full af sársauka. Þemað er siðferði og afleiðingar kynferðisofbeldis á fórnarlambið og aðstandendur þess, langvinn áhrif á ástarsamband, vináttu og fjölskyldu. Martin treystir engum, vill ekki eignast börn, hann pínir líkama sinn með áti og svelti og hlaupum og höndlar ekki snertingu, ekki einu sinni frá Petru, yndislegri eiginkonu sinni. Enginn subbuskapur er í bókinni, engar ofbeldislýsingar, heldur bara sálarkvöl sem lýst er á nærfærinn og ljóðrænan hátt. Samtölin eru skrýtin enda persónurnar sér á parti en þau eru skemmtileg og fyndin þótt undir búi átakanleg sorg. Ástin í ýmsum myndum er viðfangsefni sem er Steinunni hugleikið og hún fer afar vel  með. Eins og alltaf í bókum Steinunnar er nóg af rauðvíni, ostum og góðum mat, klassískri tónlist og notalegri stemningu sem er í senn stundarfró og flótti fyrir hrjáðar sögupersónur. Bókin sækir á mann að lestri loknum og smellpassar svona svaðalega í fjölmiðlaumræðuna akkúrat núna.

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s