11 km í rigningu og roki

Í gær var skokkað, í mígandi rigningu og roki. Hópurinn hittist við Kópavogslaug að venju um níuleytið,  um 20 manns höfðu rifið sig framúr til að mæta á 90 mínútna hlaupaæfingu og engin miskunn var sýnd. Það var farið fyrir Kársnesið, upp í Fossvogsdal og Elliðaárdal. Er skemmst frá því að segja að ég var orðin algerlega gegndrepa áður en yfir lauk, vettlingarnir orðnir níðþungir, það sullaði í skónum mínum og rass og lær voru algerlega dofin. Hefði átt að klæða mig betur. Endaði samt með 11 km sem voru eins og 15 í mótvindinum og var mjög sátt þegar heim kom. Skellti mér svo í nudd í Reykjavík-Wellness, það var alveg dásamlegt.  Febrúar byrjar vel

4 athugasemdir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s