Þannig standa stigin

Æfingar með Bíddu aðeins standa sem hæst hjá mér þessa dagana. Ég finn mikinn mun á hversu vel mér líður, andlega og líkamlega, þegar ég skokka. Ég byrjaði í janúar sl., tók mér hlé hálfan febrúar og staðan nú er þessi:

Æfingar 14. jan- 12. mars: 18

Km 14.  jan- 12. mars: 150,99

Meðalhraði, km á klst: 8,2

Brennsla: 10.580 kal

Þessar upplýsingar getur maður grafið upp á garmin.com en úrið mitt góða safnar þessu öllu saman. Hlaupahópurinn samanstendur af skemmtilegu fólki, aðallega konum, allt frá einbeittum  járnkonum og maraþonmönnum til byrjenda og tómstundaskokkara. Í gær mættu 35 manns, við hlupum í sólinni og nutum hverrar mínútu. Æfingar hópsins eru á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 17.30 og laugardögum kl. 9. Mæting við Kópavogslaug. Og allir eru velkomnir!

_BAG7308

 

Ein athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s