“So that’s how we live our lives. No matter how deep and fatal the loss, no matter how important the thing that’s stolen from us–that’s snatched right out of our hands–even if we are left completely changed, with only the outer layer of skin from before, we continue to play out our lives this way, in silence. We draw ever nearer to the end of our allotted span of time, bidding it farewell as it trails off behind. Repeating, often adroitly, the endless deeds of the everyday. Leaving behind a feeling of immeasurable emptiness.”
Þannig lifum við sem sagt lífinu. Engu skiptir hversu djúpur og banvænn missir okkar er, engu skiptir hversu mikilvægir þeir hlutir eru sem er stolið frá okkur – sem eru beinlínis hrifsaðir úr höndum okkar – jafnvel þótt við séum gjörbreytt eftir á og einungis ytra byrði húðarinnar hið sama og áður, þá höldum við áfram að haga lífi okkar á þennan hátt, í þögn. Við nálgumst stöðugt endimörk þess tíma sem okkur er úthlutaður, köstum kveðju á hann þar sem hann hverfur smám saman að baki. Endurtökum, oft af leikni, endalausar athafnir hversdagsins. Og sitjum uppi með ómælanlega tómleikatilfinningu.
Spútnik-Ástin, þýð. Uggi Jónsson