Fáráðlingur deyr

Úr Hrafnagilsannál

1745

Gengu frost svo mikil, að lagði allan fjörðinn. Maður bráðkvaddur við Mývatn, sótti vatn handa lömbum sínum og dó á vatnsveginum. Maður hengdi sig á Þingeyrum í fjósi. Annar skar sig á háls, þar nálægt. Einn lærbrotnaði í sömu sýslu. Annar fótbrotnaði. Barn fæddist í Ísafjarðarsýslu, var leon að mitti, var ei grafið að kirkju…

1. Jan. fæddust tvö börn á Kerhóli í Möðruvallasókn, samföst eður einn líkami frá viðbeini og ofan fyrir nafla. Sáust tveir naflarnir og geirvörtur utar og ofar en almennilega. Þetta voru kvenbörn, skírð Guðrúnar. Bæði grétu undir eins, sváfu undir eins, lifðu ellefu vikur, dóu nærri því á sömu stund. 2. Febr. varð úti Jón Þórisson á Grund, fáráðlingur, gekk út í hríð mót allri venju berhentur og ber á brjósti, fannst hjá Miðgerði dauður, og höfðu hrafnar þá kroppað úr honum augað annað.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s