Framvinda í Oddnýjarverkefni? Jú þetta, þokast. Búin að ganga frá samningi við RÚV um tvo útvarpsþætti sem verða á dagskrá um hvítasunnuna. Ég er farin að sækja tíma í útvarpsþáttagerð í HÍ, hef hlustað á marga frábæra þætti sem ég get lært af. Búin taka nokkur viðtöl við kunnuga, eitt m.a.s. á Akureyri, skrifa þau niður með tímasetningum og merkja við gott efni. Heilmikið sem ég þarf að snikka til, sé ég. Byrjuð að safna hugmyndum í hljóðmyndina sem mig langar að hafa. Hef verið að hlusta á gamalt efni sem frændi minn Aron Berg hjá safnadeild RÚV tók saman fyrir mig. M.a. frásögn Oddnýjar af strandi bresks togara við Látrabjarg 1947. Nú langar mig mest að leyfa kerlingunni að tala sjálfri allan tímann því hún er svo fyndin.
Þetta er spennandi 🙂