Tónlist

Slagarar sem kveikja í gömlu

Sérstaklega fyrir mig

Það er algjörlega fylgst er með ferðum manns og gjörðum á netinu, gleymum því aldrei. Eftir margvíslegt spilerí á Youtube  í gegnum tíðina er stungið upp á lögum sem eru akkúrat fyrir minn smekk (Recommended for you), t.d. þessum gamla slagara . Og það er hárrétt, er það ekki óhugnanlegt?

Plötuumslag

Þessa mynd fann ég hvergi á netinu. Þetta er plötuumslagið frá 1975 eftir Sigrúnu Eldjárn. Myndin er skönnuð inn af geisladiskinum sem ég keypti á tónleikum frábæru í gærkvöldi. Þarna eru kunnuglegar týpur komnar saman, einstæða mamman með krakkahrúguna og amman, pilluætan og hjúkkan. Það var rosalega gaman að heyra aftur þessi stórskemmtilegu og íronísku lög, um Þyrnirósu sem bíður eftir prinsinum sínum, Signýju (lögfræðinginn kvenlega) og Gunnu sem er útslitin kona orðin fjörutíu og eins o.s.frv. Söngkonurnar ungu hjá Nemaforum voru frábærar, þær Esther, Margrét, Sigga og Brynhildur og ég man ekki nafnið á konunni sem spilaði svo  listilega á píanóið. Notaleg kvöldstund í Slippsalnum sem alltof margir misstu af.

Áfram stelpur

Leikritið Ertu nú ánægð kerling? var sett upp af Leikfélagi Þórshafnar á níunda áratugnum við góðar undirtektir.  Stykkið var sýnt í félagsheimilinu,  flottur söngur og frábær hljómsveit, sungin voru lögin af hinni stórskemmtilegu baráttusöngvaplötu Áfram stelpur og textarnir voru á hvers manns vörum. Platan fékkst svo í kaupfélaginu og var auðvitað spilað gat á hana. Efni plötunnar er jafnrétti kynjanna og staða kvenna, bæði lög og textar í  hæsta gæðaflokki. Ég ætla því ekki  að missa af Áfram stelpur í kvöld.