maraþon

Hálfmaraþon

10184_1408561496Mér tókst að ljúka hálfmaraþoni í RM í sumar. Ég var búin að strengja þess heit að gera þetta á árinu 2014 en var soldið hikandi, mér fannst undirbúningur minn ekki nógu góður. Ég hafði hlaupið mest 19 km og það var í apríl! En æft nokkuð stöðugt í sumar, stuttar vegalengdir, 5-8 km, 2-3 í viku.  En félagar mínir í hlaupahópnum höfðu mikla trú á að ég gæti þetta og ég lét spana mig. Síðustu dagana fyrir hlaupið var ég ótrúlega „peppuð“, fór 11, 13 og 15 km og hlakkaði til hlaupsins. Í 10 km hlaupinu í fyrra var ég ekki svona kát, þá var tímapressa á mér, en nú vissi ég ekkert hvað ég var að fara út í og var hin glaðasta. Stutta útgáfan er sú að eftir 5 km fékk ég krampa í kálfann sem varði allt hlaupið svo segja má að ég hafi farið þetta á einni löpp! En þetta var æðislegt! Tíminn 2,10 og ég er alsæl með árangurinn. Næst er það hlaup í útlöndum, ekki spurning!