Ólafur Halldórsson

Hvort

Hvort mun þeim sem loksins lúinn

lýkur göngu fótasár

hvíld í sedrushlíðum búin,

hvíld á bökkum Jökulsár?

 

Mundi þar sem ljós að landi

lyftist alda og gnýr við strönd,

eða í gröf í gulum sandi

grafa lík mitt ókunn hönd?

 

Sama er mér, því guðs hin góða

grund mun álík þar og hér

og um næturhvolfið hljóða

hvirfing stjarna yfir mér.

 

Heinrich Heine
Málfríður Einarsdóttir þýddi með liðsinni frá Ólafi Halldórssyni