Hvort

Hvort mun þeim sem loksins lúinn

lýkur göngu fótasár

hvíld í sedrushlíðum búin,

hvíld á bökkum Jökulsár?

 

Mundi þar sem ljós að landi

lyftist alda og gnýr við strönd,

eða í gröf í gulum sandi

grafa lík mitt ókunn hönd?

 

Sama er mér, því guðs hin góða

grund mun álík þar og hér

og um næturhvolfið hljóða

hvirfing stjarna yfir mér.

 

Heinrich Heine
Málfríður Einarsdóttir þýddi með liðsinni frá Ólafi Halldórssyni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s