Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826-1907) er nýkomin út í kilju, merktri „íslensk klassík“ (síðast birtist hún á rafbók 2010). Ég er alveg dottin ofan í hana og er með ritdóm í smíðum sem birtist í Kvennablaðinu fljótlega. Dægradvöl er eitt af lykilverkum íslenskrar bókmenntasögu, á gullaldarmáli, fyndin og fróðleg og einstök meðal íslenskra sjálfsævisagna, því Gröndal hlífir engum í samtíðarspegli sínum, síst sjálfum sér. Í grúski mínu rakst ég á þessa mynd af Gröndal (eftir Ólaf Th. Ólafsson), hún er táknræn og doldið falleg. Bóhem með sveitalegt skólasetrið í bakgrunni, bókamaður og fagurkeri sem sker sig úr umhverfi sínu.