Rólegt skokk í morgun í mun betra veðri en ég bjóst við. Tók 13 km á pace 7 í Elliðaárdal og Fossvogsdal á góðum stígum í fallegu umhverfi. Í ágúst er ég búin að hlaupa samtals 127 km, yfirleitt þrisvar í viku. Nokkuð sátt með það, líður vel og er ómeidd.
skokk
Hlaupaæfing nr 3
Æfing árla morguns hjá Bíddu aðeins, um 12 manns mættir og létu veðrið ekki á sig fá. Lagt af stað kl 9 og við fórum stóran hring í rólegheitum. Fyrst upp að Veðurstofu, svo yfir Miklatún og niður Laugaveginn og Öskjuhlíðina heim. Þetta er lengsti hringur sem ég hef farið á ævinni eða 13 km. Frekar stolt af sjálfri mér, á nýju Asics skónum sem ég keypti í gær, á góðu verði á útsölu. Ég er komin í gírinn og ekkert stoppar mig núna!
Skokka eitthvað
Það er alltaf verið að skokka eitthvað en nú er enginn staður til að safna sprettunum saman eða skrá þá, eftir hakkaraárásina á hlaup.com. Á mánudaginn fór ég frá MK, fyrir Kársnesið og eftir stígnum inn allan Fossvoginn að sjoppunni og til baka í MK. Það voru rúmir 10 km, tími 63 mín. Veðrið var frábært og playlistinn góður svo ég var í góðu stuði. Í dag fór ég styttra en ég ætlaði í upphafi, aðallega vegna kuldans en vindurinn nísti í gegnum merg og bein. Skrönglaðist þó 7 km. Hjartahlaupið er á sunnudaginn og ég mæti bara ef veðrið verður gott.