Prag, borgin fagra

25695288912_45634b5ea8_o

Nákvæmlega í dag er eitt ár síðan ég pakkaði fataleppum og bókum í tösku, yfirgaf fjölskyldu og vini á Íslandi og fór til hálfs árs námsdvalar við einn elsta háskóla í Evrópu, Univerzita Karlova í Prag. Fyrstu dagana var snjór yfir öllu og kuldinn óskaplegur. Það vandist fljótt og ég dvaldi í borginni í hálft ár og naut hverrar mínútu, enda á Kafkaslóðum. Prag er svo falleg og menningin stórbrotin, saga landsins löng og skrautleg, tungumálið og bókmenntirnar maður minn! Veðrið er gott, verðlag hagstætt, fólkið er yndislegt, samgöngur frábærar og svo mætti lengi telja. Aldrei langaði mig aftur heim. Ég sakna enn hellulagðra strætanna, ævagamalla húsanna, hinna margvíslegu brúa yfir Karlsána, kaffihúsanna, bókabúðanna, háskólans, safnahúsanna, sporvagnanna… Þarna kynntist ég frábæru fólki, bæði samnemendum frá Erasmus og innfæddum, og fékk til mín góða gesti. Ég kvaddi þessa fögru borg með söknuði á sjóðheitum sumardegi og er staðráðin í að heimsækja hana aftur. Við Íslendingar getum nefnilega margt lært af Tékkum, t.d. nægjusemi, núvitund, skipulag almenningssamganga og ölgerð.

Hjálagt er myndaalbúmið:

Albúm frá Prag

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s