Ofurfínlegt lítið ljóð…

komdu

fylltu hús mitt litum heitum

hlæjandi litum

kyntu rauðan eld brenndu mig

 

ein skínandi perla

ein stund af lífi

handan hversdagsleikans.

 

Langt úr fjarska yljar hann nú

unaður þess sem aldrei gerðist.

segir Unnur Eiríksdóttir í ofurfínlegu litlu ljóði, Úr fjarska, sem engu að síður segir margt um kvæðalag hennar. Sannleikurinn er sá að yrkisefni, orðfæri hennar má ekki verða rómantískt um of (Jónsvökudans, Logar), þarf á að halda efnivið verulegrar reynslu og tilfinningalífs til að takast til hlítar. Ekki lætur henni heldur alls kostar að yrkja út af „vandamálum“ heims og mannlífs, pólitískum tilefnum (Martin Luther King, Lúmúmba, Víetnam) þótt hún freisti þess í þriðja þætti bókarinnar, ljóðum sem i sjálfu sér eru allvel gerð.

Ólafur Jónsson (1936-1984), fjallaði um ljóðabók Unnar Eiríksdóttur, Í skjóli háskans (1971), í Vísi, 1. febrúar 1972 og sagði henni í leiðinni aðeins til.  Ég velti hins vegar fyrir mér hvað það er sem er ofurfínlegt og lítið í þessu samhengi, þetta er reyndar ekki ljóð eftir Unni heldur brot úr þremur ljóðum hennar. Svo heldur hann áfram:

„Unnur Eiríksdóttir hefur áður birt skáldskap, Ijóð og sögur, í blöðum og tímaritum, og ein skáldsaga eftir hana held ég að hafi komið út, Villibirta, árið 1969. Sú bók fór framhjá mér á sínum tíma. En Ijóð hennar, Í skjóli háskans, er einkar viðfelldinn lestur, vandaður og smekklegur texti það sem hann nær: Unnur reynist einn af þeim höfundum er maður hefur af lauslegan pata úr blöðum en kemur reyndar á óvart í bókarlíki.“

Unnur (1921-1976) sendi svo frá sér smásagnasafnið Hvítmánuð 1974 sem fékk litla sem enga umfjöllun. Helstu yrkisefni Unnar eru konur, samskipti, sambönd, frelsi og tilvist.

Hún þýddi m.a. Friedrich Durrenmatt, Jean Paul Sartre og Colette.

Hér má lesa þrjú ljóð eftir Unni og smásöguna Konan og dagurinn, sem birtist í 19. júní 1976.

Screen Shot 2018-03-04 at 10.34.54

Unnur Eiríksdóttir

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s