kaldhæðni

Bullandi kaldhæðin sýn á ástina

Bók um líf og hugsanagang dagdrekkandi menntaskóladroppáts (46), misheppnaðs maka og ömurlegrar móður, þarf ekki endilega að vera niðurdrepandi þótt þar beri mest á tortímandi sjálfsmynd og niðurrifshugsunum. Í Kópavogskróniku eftir Kamillu Einarsdóttur er fjallað um skuggahliðar ástarinnar, niðurlægingu, höfnun og einsemd á hressilega gráglettinn hátt. 

Vodka á Catalinu

Sagan er um unga konu sem á hrakningum sínum um viðsjálar lífsins götur virðist hafa glatað sjálfsvirðingunni og orðið bæði sár og varanleg sködduð eftir ömurleg ástarsambönd en hressir sig á Catalinu með vodka og Magic í hálfslítraglasi (87). (meira…)

Loftslag eða selskapur?

Í dag er dánardagur ameríska rithöfundarins Mark Twain (1835-1910) sem ég hélt mikið upp á sem unglingur. Hann var einn af meisturum kaldhæðninnar. Á myndinni minnir hann svei mér þá á Tom Selleck.

Go to Heaven for the climate, Hell for the company.

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/f6/Beckwith_Mark_Twain_Portrait.jpg/220px-Beckwith_Mark_Twain_Portrait.jpg