„Ég tel mig nú eiginlega ekki vera rithöfund“

Innan um og saman við er ég að grúska í bókum Oddnýjar Guðmundsdóttur (d. 1985), rithöfundar frá Hóli á Langanesi. Þar er svo sannarlega eldmóður á ferð; sósíalískar og tilvistarlegar hugmyndir um samfélag og stöðu kenna og djúp meðlíðan með þeim sem minna mega sín. Fyrsta smásaga hennar, Eldhúsið og gestastofan, birtist í tímaritinu Iðunni, 1933, og segir frá samskiptum snobbaðrar húsfrúar og fátækrar vinnustúlku.

Vilborg Davíðsdóttir tók viðtal við Oddnýju sem birt var í kvennablaðinu Melkorku 1958. Oddný var hlédræg og hógvær í spjallinu: „Ég tel mig nú eiginlega ekki vera rithöfund. Ég er stundum að setja saman sögur í tómstundum mínum. Mér þykir það gaman. En ekki tel ég, að mér beri neinn gáfumannastyrkur frá ríkinu fyrir þá iðju. Nei, ég tel mig ekki með rithöfundum.“ Svo bætti hún við að útgefendur hefðu nú ekki mikið álit á henni.

Sáralítið var um skáldsögur hennar fjallað á sínum tíma, eins og raun var með margar bækur kvenna á þessum tíma. Skáldverk kvenna þóttu vera minniháttar afþreyingarefni og kerlingabækur, sem einkenndust af torfkofaraunsæi, lúinni epík og fortíðarhyggju. Engar myndir hef ég fundið á netinu af Oddnýju en hef verið að safna þeim og digitala. Fann á þessa fallegu mynd af henni sem birtist með viðtalinu.

screen-shot-2016-09-18-at-11-46-34

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s