Oddný Guðmundsdóttir
1908-1983
(mynd úr Iðunni, 1933)
Bráðum kemur pósturinn með bréfið til mín.
Ég sópa og þvæ í kotinu, og sól í gluggann skín.
Ég sópa allan bæinn og segi: Afi minn,
viltu að ég geri við gamla stakkinn þinn?
Viltu, að ég segi þér sögur, litla Björg?
Sögur eða ævintýr, ég kann þau svo mörg.
Sögur verða gamlar, en ein er alltaf ný:
Aldrei kemur bréfið, þó ég bíði eftir því.